Fréttir

Google veitir allt að 4000 EUR styrki í tengslum við Evrópsku Forritunarvikuna

Evrópska Forritunarvikan verður haldin 15.-23.október 2016

24.8.2016

  • Forritun = Forskot til Framtíðar

Google ætlar að veita allt að 4000 EUR styrki til þeirra skóla og félagasamtaka sem vilja skipuleggja viðburði í tengslum við Evrópsku Forritunarvikuna 15.-23.október 2016.

Evrópska forritunarvikan (EU CodeWeek) verður haldin dagana 15. – 23. október. Milljónir barna, foreldra, kennarar, frumkvöðla og stefnumarkandi aðila í Evrópu sameinast á viðburðum og námskeiðum gagngert til að læra forritun og til að auka tæknilega tilburði sína. Markmið vikunnar er að gera forritun meira sýnilega, svipta hulunni af hæfileikunum og stefna áhugasömum saman í lærdóm helguðum tækninni. 

Hægt er að fá nánari upplýsingar um Evrópsku Forritunarvikuna hérna.

Til að hvetja hvert land til að ná til sem flestra nemenda á aldrinum 5-18 ára hefur Google ákveðið að veita allt að 4000 EUR styrki til þeirra skóla og félagasamtaka sem vilja halda viðburði þessa vikuna.  


Umsóknarfrestur = 31.ágúst 2016 (umsóknarform)

Hverjir geta sótt um = Skólar og félagasamtök 

** Ekki er hægt að tryggja greiðslu fyrir viðburðinn sjálfan. Það þarf að gera ráð fyrir að geta lagt út fyrir kostnaðinum. ** 


Hvað þarf að hafa í huga:

* Viðburðurinn þarf að fara fram í Evrópsku Forritunarvikunni, 15.-23.október 2016 

* Fókusinn þarf að vera á nemendum sem hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast forritun. 

* Viðburðir sem eru a.m.k. klukkutíma forritunarstund eru hafðir í forgangi. 

* Styrkurinn getur ekki eingöngu farið í kaup á vélbúnaði. 

* Viðburðir sem ná til 100+ nemenda eru hafðir í forgangi. 

* Styrkþegar samþykkja að deila upplýsingum um viðburðinn. 


Hægt er að senda spurningar á europe-code-week@google.com.