Fréttir

Fyrirsagnalisti

14.2.2017 : HR tekur við verkefnum Skema

Háskólinn í Reykjavík stefnir á að efla fræðslustarf meðal leik-, grunn- og framhaldsskólanema og hefur tekið við verkefnum fyrirtækisins Skema, sem felast í skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga. Skema hefur staðið fyrir skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þá hefur Skema, í samstarfi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, rannsakað þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.

Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skema, hefur verið ráðin til HR sem verkefnastjóri.

24.8.2016 : Google veitir allt að 4000 EUR styrki í tengslum við Evrópsku Forritunarvikuna

Google ætlar að veita allt að 4000 EUR styrki til þeirra skóla og félagasamtaka sem vilja skipuleggja viðburði í tengslum við Evrópsku Forritunarvikuna 15.-23.október 2016.

24.4.2016 : Áhrif þess að kenna forritun í grunnskóla

Forritun undirbýr ekki bara börnin okkar undir störf framtíðarinnar heldur hafa rannsóknir sýnt að forritun getur haft jákvæð áhrif á hugrænan þroska og líðan barna. ‪#‎Forritun‬ ‪#‎ForskotTilFramtíðar‬ ‪#‎Sköpun‬ ‪#‎Samvinna‬

29.2.2016 : Skema Nemendur og Foreldrar

Hvað hafa Skema nemendur og foreldrar þeirra að segja um Skema og tæknina almennt.