Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum – með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga í leikjaforritun og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þá hefur Skema, í samstarfi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, rannsakað þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.


Skema aðferðafræðin

Skema aðferðafræðin er studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði og hefur það markmið að kenna ungu fólki frá 6 ára aldri að forrita.