Unity3D - Grunnur

Leikjasmíði með Unity3D

Nú bjóðum við upp á sérstakt námskeið í tölvuleikjahönnun!

Unity3D er eitt besta leikjahönnunarforritið á markaðnum í dag og er notað af fagmönnum um allan heim við gerð tölvuleikja, appa og fleira.

Unity er frábært umhverfi til að búa til gagnvirka 3D tölvuleiki. Umhverfið býður upp á einfalda “multi-platform” útgáfu, þúsundir tilbúinna eininga og samfélag þar sem hægt er að deila þekkingu og sækja í reynslubanka annarra notenda Unity 3D.

Í lok annar er öllum nemendum boðið í heimsókn til CCP.

Meðal þess sem kennt er:

 • Kynning á því nýjasta í leikjatækni
 • Grunnatriði forritunar í C#
 • Að skilja og þróa þrívíð umhverfi
 • Að hanna sinn eigin sýndarheim
 • Að efla rökhugsun og sköpunargáfu

Helstu upplýsingar

 • Undanfari: Forritun-Grunnur, Vefsmíði eða góður grunnur í forritun
 • Þrep: 3
 • Aldur: 11-16 ára
 • Tól: Unity3D
 • Þróun færni: Föll, Breytur, VirtualReality, Sköpunargleði, Félagsfærni, Teymisvinna, Rökhugsun, Forritun

Næstu námskeið

Helgarnámskeið

 • 28.-29.október  (kl. 09:00-13:00) fyrir 11-16 ára í Háskólanum í Reykjavík. Verð 19.900 kr.
Skráning fer fram á skema.felog.is (ekki er hægt að nýta tómstunda- & frístundastyrki á helgar- & sumarnámskeið)