Stundaskrá Skema

Spennandi námskeið í boði

Nú er vorið framundan hjá okkur. Við verðum með fjölbreytta dagskrá af skapandi og skemmtilegum tækninámskeiðum sem veita nemendum okkar Forskot Til Framtíðar.

Fáðu námið hjá Skema metið til valeininga! Flestir grunnskólar landsins meta nám hjá Skema til valeininga til jafns við íþróttir, tónlistarnám eða listnám.

--------------------------


--------------------------

Hvetjum alla foreldrar og aðstandendur til að skrá sig á póstlista Skema.  Á póstlista eru sendar allar upplýsingar um ný námskeið og næstu námskeið um leið og þau fara í skráningu.

Vinsamlegast ath. að ekki er hægt að nýta tómstundastyrkinn á Sumar- og Helgarnámskeið.

--------------------------

Námsannir Skema

Námsannir okkar skiptast í þrennt: vorönn, sumarönn og haustönn.  Á haust- og vorönn eru keyrð 10 vikna námskeið sem eru gjaldgeng fyrir frístundastyrki og er hver kennslustund 1 klst og 15 mín. Þessi námskeið eru bæði haldin í Háskólanum í Reykjavík auk fjölda grunnskóla um stór-höfuðborgarsvæðið. Tíu vikna námskeið á vorönn hefjast um miðjan febrúar og um miðjan september á haustönn.  Á sumarönn er hvert námskeið fimm dagar (frá mánudegi til föstudags) og er kennt í 3 klst hvern dag.  Sumarönnin okkar hefst um miðjan júní og stendur fram í miðjan ágúst. 

Samhliða tíu vikna námskeiðunum þá eru haldin styttri námskeið í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.