Tæknistelpu-Akademía

Skema býður upp á tækninámskeið fyrir stelpur á aldrinum 7-16 ára.

Í Tæknistelpu-Akademíu Skema er farið yfir forritun og tækni samþætt sjálfsmyndarvinnu. Einkunnarorð námskeiðanna eru skemmtun, samstaða og styrkur.

Markmið þessara sérhönnuðu námskeiða fyrir stelpur er að útskrifa tæknistelpur með skýra og jákvæða sjálfsmynd.

"Dóttur minni finnst þetta skemmtilegasta fagið í skólanum þessa önnina og segist ætla að verða forritari þegar hún verður stór. Það segir allt sem segja þarf. Ég er mjög ánægð með þetta framtak og vona að forritun verði kennd öllum grunnskólanemendum í framtíðinni."

Móðir 10 ára stelpu


Námskeið í boði:

Tæknistelpur - Grunnur (7-10 ára)

Tæknistelpur - Grunnur (10-13 ára)

Vefforritun & Grafík (13-16 ára)