Minecraft - Vídeógerð

Langar þig að setja upp Youtube rás með þínum eigin Minecraft myndböndum?

Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að kynnast því hvernig hægt sé að skapa Minecraft myndbönd og deila áhugamálinu sínum með vinum og öðrum á veraldarvefnum gegnum Youtube.

 • Grunnfærni í að grípa vídeó í Minecraft
 • Grunnfærni í myndvinnslu
 • Markmiðasetning
 • Setja upp handrit
 • Læra að setja upp sína eigin Youtube rás

Eftir námskeið eiga þátttakendur að vera með góðan grunn til að klippa einföld myndbönd auk þess að vita af möguleikum sem myndvinnsluforrit bjóða upp á til að gera flottari myndbönd með meðal annars litaleiðréttingu, titlum og tæknibrellum . 

Helstu upplýsingar

 • Undanfari: Minecraft - Grunnur eða góð reynsla í Minecraft spilun
 • Þrep: 1
 • Aldur: 10-14 ára
 • Tól: Youtube, Myndvinnsluforrit, Minecraft
 • Þróun færni: Myndvinnsla, Myndklipping, Hljóðvinnsla, Sköpunargleði, Teymisvinna, Samskipti 

Næstu námskeið

Helgarnámskeið

 • 21.-22.október  (kl. 09:00 - 13:00) í Háskólanum í Reykjavík. Verð 19.900 kr.
Skráning fer fram á skema.felog.is