• minecraft

Minecraft

Skapandi Minecraft námskeið

MinecraftTM er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Spilarar geta ýmist spilað einir eða við aðra á netinu, reist mannvirki eða farið í ævintýraferðir en verða alltaf að muna að hafa varann á þegar nóttin nálgast.

Námskeiðin eru ætluð jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum og þeim sem hafa kynnst leiknum að einhverju ráði. Til þess að taka fullan þátt í námskeiðunum er nauðsynlegt að nemendur hafi keypt aðgang að leiknum (minecraft.net) og kunni notendanafn sitt og lykilorð. 

Öll Minecraft námskeiðin


Skráning

Skráning og nýting tómstunda & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is (Opnast í nýjum vafraglugga)

Skipulag námskeiða

Námsannir Skema skiptast í þrennt: vorönn, sumarönn og haustönn.  

Vetrarannir

Á haust- og vorönn eru haldin 10 vikna námskeið og er hver kennslustund 1 klst og 15 mín. Námskeiðin eru haldin í Háskólanum í Reykjavík auk fjölda grunnskóla um stór-höfuðborgarsvæðið. 
Hægt er að nýta frístundastyrkinn fyrir tíu vikna námskeiðin. Þau hefjast um miðjan september á haustönn og um miðjan febrúar á vorönn.  
Samhliða tíu vikna námskeiðunum þá eru haldin styttri námskeið í Háskólanum í Reykjavík.

Sumarönn

Á sumarönn er hvert námskeið fimm dagar (frá mánudegi til föstudags) og er kennt í 3 klst hvern dag.  Sumarönnin okkar hefst um miðjan júní og stendur fram í miðjan ágúst. 

Metið til eininga

Flestir grunnskólar landsins meta nám hjá Skema til valeininga til jafns við íþróttir, tónlistarnám eða listnám. Fáðu námið hjá Skema metið til valeininga! Þessi síða er ekki að bjóða opinbera Minecraft® vöru. Skema ehf., er ekki tengt Mojang né Microsoft.