Grunnnámskeið í Forritun

Alice, Kodu Game Lab og Tækjaforritun

Skema býður upp þrjú grunnnámskeið í forritun. Á námskeiðunum fá þátttakendur innsýn inn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum forritun.

Markmið námskeiðanna er að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar með lærdóm í gegnum leik. 

Eftirfarandi grunnnámskeið eru í boði:

Grunnur í forritun með Alice (7-10 ára) og (11-16 ára)

Grunnnámskeið í Forritun þar sem Alice umhverfið er nýtt veitir nemandanum góða innsýn inn í heim tækninnar og þá sérstaklega forritunar.  Hvað er forrit? Hvernig byggir maður upp forrit? Hvað er forritun? Hver eru grunnhugtök forritunar? Jákvæðni, athyglisstýring, skapandi hugsun og samvinna spila einnig stóran þátt í námskeiðinu.

 Nánari upplýsingar og skráning

Kodu Game Lab (6-10 ára)

Kodu Game Lab er skemmtilegt forritunarumhverfi sem leyfir notendum að skapa sinn eigin tölvuleik með lítilli fyrirhöfn. Umhverfið byggir á sjónrænum skipunum, er einfalt í notkun og boðið er upp á þann möguleika að hafa umhverfið á íslensku

Nánari upplýsingar og skráning

Kano Tölvan & Python Forritun (7-10 ára)

Kano tölvan er ótrúlega öflug lítil græja sem nemendur setja saman sjálfir, setja upp og vinna með út námskeiðið. Meðan tölvan er sett saman fræðast nemendur um innviði tölvunnar og kynnast því hvernig tölvan virkar. Á tölvunni vinna nemendur síðan hin ýmsu verkefni í Python og kynnast forritun og forritunarmálinu í leiðinni. Hver man t.d. ekki eftir snákaleiknum? Við ætlum m.a. að forrita hann.

Nánari upplýsingar og skráning


-----------

Á öllum námskeiðum Skema verður notast við Skema aðferðafræðina sem studd er af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Nánar má lesa um aðferðafræði Skema hér.

Námskeiðsverð: 27.900 kr.

Haust- og vornámskeið eru 10 skipti, 1 klst. og 15 mín. í senn.  Hægt er að nýta frístundastyrk sveitarfélaganna til að greiða fyrir námskeiðin. 

Til að missa ekki af neinu mælum við með að þú skráir þig á póstlistann okkar.