Öll námskeið Skema byggja á Skema aðferðafræðinni sem er sérstök kennsluaðferð studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði.

Markmið námskeiðanna er að þátttakendur sjái forrit verða að veruleika auk þess sem þátttakendur munu sjá hvað forritun getur verið skemmtileg og áhugaverð. Hægt er að sjá stundaskrá Skema hér.


Grunnnámskeið (þrep 1)

7-16 ára

Á grunnnámskeiðunum fá þátttakendur innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum forritun.

Markmið námskeiðana er að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar með lærdóm í gegnum leik.

Skoða

Vefsmíði (þrep 2)

11-16 ára

Á þessu námskeiði læra nemendur nokkur forritunarmál sem henta í ólíkum tilgangi. Nemendur fara í gegnum mismunandi stig þar sem þeir læra á skilmerkilegan hátt hvernig forritun virkar og hvað þarf til að geta byggt upp m.a. eigin heimasíðu. 


Unity 3D (þrep 3)

11-16 ára

Unity er frábært umhverfi til að búa til gagnvirka 3D tölvuleiki. Umhverfið býður upp á einfalda “multi-platform” útgáfu, þúsundir tilbúinna eininga og samfélag þar sem hægt er að deila þekkingu og sækja í reynslubanka annarra notenda Unity 3D.

Skoða

Minecraft

5-14 ára

Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Spilarar geta ýmist spilað einir eða við aðra á netinu, reist mannvirki eða farið í ævintýraferðir en verða alltaf að muna að hafa varann á þegar nóttin nálgast.

Skoða

Tæknistelpur

7-13 ára

Reynslan hefur sýnt að forritunarkennsla eflir markvisst sjálfstraust stelpna og að stúlkur sem hafa lært forritun nota kunnáttuna á annan hátt en drengir. Stelpur á aldrinum 10-13 ára eru móttækilegar fyrir sjálfsmyndarvinnu og með markvissri kennslu má efla sjálfsmynd þeirra svo um munar.

Skoða

Appþróun

9-16 ára

Á námskeiðinu lærum við að gera einfaldan tölvuleik frá grunni. Notast er við GameSalad leikjavélina, einfalda en öfluga vél sem notuð er bæði af byrjendum og atvinnuleikjahönnuðum fyrir tvívíða leiki. Leikjavélin notar „drag-drop" forritun og felur því ekki í sér flókið forritunarmál.

Skoða

Tölvutætingur

11-16 ára

Á tölvutæting er farið í allt sem snýr að vélbúnaði tölvunnar. Byrjað er á því að taka tölvurnar í sundur og læra um innviði þeirra. Að því loknu smíðar hver nemandi sína tölvu frá grunni, setur upp stýrikerfi og stillir tölvuna eftir sínum þörfum. Þá er ekkert eftir nema að tengja tölvuna netinu. Nemendur læra að búa til netkapla, tengja tölvur saman og tengjast internetinu.

Skoða

Myndbandagerð

10-16 ára

Á þessu nýja og spennandi námskeiði í myndbandagerð eru tekin fyrir grunnatriði í vinnslu og klippingu eigin myndbanda. Þátttakendur fá kennslu í og aðstoð við að taka myndefni inn í klippiforrit, klippa það til auk þess að kynnast hljóðvinnslu-hluta myndbandagerðar. Einnig verða skoðuð einföld ráð til að bjarga myndefni sem er skemmt ásamt því að skoða helstu frágangs (export) stillingar. 

Skoða