Námið
Rannsóknir
HR
Neon

Kennaraþjálfun og innleiðing

Menntun í takt við tækniþróun

Skema í HR stendur fyrir fjölbreyttum kennara- og stjórnendanámskeiðum sem stuðla að uppbyggingu á menntun í takt við tækniþróun. Um er að ræða námskeið í forritun og notkun á spjaldtölvum í kennslu. Á námskeiðunum fá þátttakendur að sjá hvað hægt er að nýta tæknina á uppbyggilegan máta í þágu menntunar.

Möguleikar tækninnar í skólastarfi

Möguleikar og tækifæri 21. aldarinnar byggja að miklu leyti á nýjum tæknilausnum og netinu. Eftir því sem skilningur á þessum lausnum og möguleikum þeirra er meiri, þeim mun meiri möguleikar eru í stöðunni fyrir uppbyggingu á sviðinu, óháð staðsetningu.

Í dag krefjast mörg viðfangsefni tæknilegrar færni, þekkingar og skapandi hugsunar. Þetta kallar á nýjar áskoranir sem bregðast þarf við með m.a. aukinni áherslu á tæknimenntun og iðnmenntun á öllum skólastigum og meira flæði og samvinnu á milli allra skólastiga.

Skema hefur á síðustu árum unnið að því í samstarfi við skóla og ráðuneyti að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins og stutt við innleiðingu á spjaldtölvum í skólastarf. Skema vill þannig auka tæknilæsi landans og almenna tæknivitund. 

Frekari upplýsingar

Netfang Skema er skema@ru.is.

Skema tilheyrir Opna háskólanum í HR og er skrifstofa Skema staðsett þar á 2. hæð í Mars álmu HR. Flest námskeið fara fram á fyrstu hæð og tekið er á móti börnum á leið á Skema námskeið í Sólinni, aðalrými HR.

Hafa samband
Úlfur Atlason
Verkefnastjóri Skema
Fara efst