Öll námskeið Skema byggja á Skema aðferðafræðinni sem er sérstök kennsluaðferð studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Námskeiðin eru hugsuð fyrir grunn- og framhaldsskólakennara sem vilja fá innsýn inn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta.


Tölvuleikjaforritun

Kennarar

Kennt er samkvæmt aðferðafræði Skema og fléttað inn í kennsluna söguborðum, hugarkortum, smá sálfræði út frá virkni heilans og fræðslu um þau jákvæðu áhrif sem kennsla í forritun getur haft á börn.

Skoða

iPad - hópastarf

kennarar

iPad í grunnskóla- hópastarf er vinnustofa sem kynnir þátttakendur fyrir iPad notkunarmöguleikum í hópastarfi. Farið verður yfir hvaða möguleika iPad-inn býður uppá þegar nokkrir nemendur deila sama iPad-inum í kennslu.

iPad í kennslu (grunnur)

kennarar

iPad í kennslu er vinnustofa fyrir fyrstu skrefin í notkun á iPad fyrir grunnskólakennara og/eða foreldra sem vilja kynnast notkun á iPad í námi. Farið verður yfir helstu möguleika sem iPad hefur upp á að bjóða fyrir grunnskóla.

Skoða

iPad í sérkennslu

kennarar

iPad í sérkennslu er vinnustofa fyrir fyrstu skrefin í notkun á iPad í sérkennslu fyrir grunnskólakennara og/eða foreldra. Farið verður yfir helstu möguleika sem iPad hefur upp á að bjóða fyrir sérkennslu í grunnskóla.

Skoða