Evrópska forritunarvikan dagana 7. - 22. október 2017

Fögnum 5 ára afmæli forritunarvikunnar!

Evrópska forritunarvikan (EU CodeWeek) verður haldin dagana 7. – 22. október. Milljónir barna, foreldra, kennarar, frumkvöðla og stefnumarkandi aðila sameinast á viðburðum og námskeiðum gagngert til að læra forritun og til að auka tæknilega tilburði sína. Markmið vikunnar er að gera forritun meira sýnilega, svipta hulunni af hæfileikunum og stefna áhugasömum saman í lærdóm helguðum tækninni.

Forritum framtíðinaCodeWeek LogoSkema Logo 
Hvernig er forritunarvikan skipulögð?

Í hverju þátttökulandi er a.m.k. einn fulltrúi (EU Code Week Ambassadors) sem hefur tekið að sér að vera tengiliður vikunnar.  Hann sér um að koma upplýsingum um vikuna á framfæri til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og ráðuneyta auk þess að hvetja viðeigandi aðila til þátttöku í vikunni með viðburðum sem aðilarnir skipuleggja sjálfir eða í samvinnu við aðra.   Viðburðirnir eru skipulagðir á hverjum stað fyrir sig og þeir birtir m.a. á heimasíðu vikunnar (map the EU Code Week website) auk þess að vera auglýstir sérstaklega af þeim sem halda viðburðinn. Viðburðirnir eru samþykktir af fulltrúa vikunnar á Íslandi og sýnir kortið alla þá viðburði sem haldnir eru á svæðinu næstu vikur og mánuði.

Vikan var fyrst haldin í nóvember 2013 og voru þá í boði rúmlega 300 viðburðir tengdir tækni og forritun sem yfir 10.000 einstaklingar í 26 löndum tóku þátt í. Þetta frumkvæði hefur haft mjög hvetjandi áhrif á stuðning við forritun og menntun í UT geiranum. Sem dæmi um verkefni sem kviknuðu í framhaldi vikunnar eru CoderDojo og Rails Girls og eins hafa fyrirtæki eins og Rovio, Microsoft, Telefonica, Liberty Global, Google og Facebook tekið vel við sér og eru nú að aðstoða við að kynna forritun og tækni fyrir milljónum barna um heim allan m.a. með því að búa til vettvang, síður og auðveld forrit sem kenna forritun á mismunandi stigum.

Viðburði sem nú þegar er búið að skrá má sjá hér

Hvað geta einstaklingar, skólar, stofnanir, stjórnvöld og fyrirtæki gert?
 • Skipulagt viðburð fyrir börn, ungt fólk, fullorðna og konur á meðan á evrópsku forritunarvikunni stendur. Hægt er að leita aðstoðar hjá fulltrúa vikunnar á Íslandi
 • Vakið athygli á vikunni í gegnum sitt tengslanet og vettvanga fyrirtækisins (fjölmiðlar, Twitter, Facebook, vefsíða og fleira)
 • Haft samband við tæknimiðla/heimasíður/bloggara
 • Hvatt tæknifyrirtæki, sprotafyrirtæki og frumkvöðla til að taka þátt og skipuleggja viðburði. Þessir aðilar geta útvegað aðstöðu og mögulega kennara fyrir viðburði tengda forritun eða mögulega annars konar framlag 
 • Haft samband við ráðuneyti, samtök kennara á öllum skólastigum, foreldrafélög, félagsmiðstöðvar, upplýsinga- og samskiptatækni iðnaðinn í heild sinni, stofnanir og fyrirtæki í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfærði og aðra hagsmunaaðila til að kynna framtakið og hvetja til þátttöku
 • Leitað eftir stuðningi og aðstoð frá þekktum innlendum aðilum (tónlistarfólki, frumkvöðlum, sprotum) og hvatt viðkomandi til stuðnings við Evrópsku forritunarvikuna (í gegnum blogg, myndbönd, umfjöllun, etc). Þessir aðilar geta verið öðrum hvatning og fyrirmyndir
 • Skipulagt vinnusmiðju með aðilum úr mismunandi áttum til að ræða mikilvægi forritunar (t.d. ráðuneyti, samfélag forritara, sprotar, háskólar, kennarar, ungt fólk) á meðan á forritunarvikunni stendur
 • Hvatt tækniskóla til að skipuleggja viðburði á meðan á vikunni stendur
 • Komið á samkeppni milli skóla/borga
 • Sett sig í samband við tímarit til að fá umfjöllun um mikilvægi þess að hafa hæfileika á sviði forritunar
 • Tekið virkan þátt í viðburðum sem skipulagðir hafa verið af öðrum
 • Haft samband við fulltrúa vikunnar á Íslandi til að fá hugmyndir: rakel@skema.is | 862-1139

Samstarfsaðilar forritunarvikunnar á Íslandi

Fjöldi fyrirtækja, stofnana og skóla hafa sýnt vikunni mikinn áhuga og kunnum við öllum þessum aðilum hinar bestu þakkir fyrir og hvetjum fleiri fyrirtæki til virkrar þátttöku.

Skema Logo   Evrópustofa   Evrópustofa Logo   
 HR Logo  CCP Logo  SI Logo   NMI Logo   Fab Lab Logo  SKÝ Logo UT messan Logo

Linkar til frekari upplýsinga